Við fjölskyldan erum ný komin heim úr æðislegu fríi í Boston þar sem við áttum yndislega daga með börnunum okkar og tengdaforeldrum mínum. Þegar ég hef farið til Bandaríkjanna hef ég alltaf pantað vörur á netinu og látið senda á hótelið nokkrum dögum áður. Mér finnst þetta svo mikill tímasparnaður, sérstaklega þegar maður ferðast með börn og hefur því meiri tíma til að njóta tímans í annað en að fara búð úr búð að leita að vörunum sem manni langar til þess að kaupa.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem ég hef nýtt mér þegar panta á pakka innan bandaríkjanna. Vefverslanir í bandaríkjunum hafa upp á svo margt að bjóða og oftar en ekki eru tilboð á allskonar vörum sem heilla mig.
Í vikunni áður en við fórum var Labor day í bandaríkjunum sem er frídagur þar úti og því mikið af afsláttum í öllum vefverslunum.
Ameríkaninn er mjög mikið fyrir að nota afsláttarkóða og getur karfan lækkað mjög mikið þegar kóðinn er stimplaður inn. Oft eru kóðarnir auglýstir á síðunni sjálfri, aðrir eru sendir til klúbbfélaga í netklúbbum einstakra síðna og mjög oft hef ég náð að googla kóða fyrir ákveðnar verslanir og fengið þannig afslátt.
Amazon.com er í miklu uppáhaldi hjá okkur og er hægt að finna ótrúlegustu vörur þar inni.
Amazon byggir á vöruhúsa fyrirkomulagi þar sem ýmsir seljendur koma að og getur maður pantað allt frá sælgæti yfir í tæknibúnað.
Amazon prime er þjónusta sem hægt er að kaupa aðgang að hjá þeim og því fylgir frí 2 daga sending ef varan er merkt með prime merkinu. Þeir bjóða upp á fría prufu af prime ef maður skráir sig, tilvalið að skrá sig og fá fría sendingu hratt og örugglega fyrir næstu ferð (muna bara að afskrá sig!).
H&M er auðvitað sívinsælt og ég hef oft náð að panta með kortinu mínu hjá H&M í Bandaríkjunum. En að þessu sinni gekk það ekki upp og hugsanlegt að þeir séu búnir að loka fyrir íslensk kort eins og tíðkast hjá H&M í Evrópu. Þá var ég komin í vandræði þar sem ég var komin með fulla körfu á síðunni með vörum sem mig vantaði, t.d. kuldagalli fyrir veturinn hjá litlu stelpunni minni og margt fleira.
Ég hafði samband við Verslaðu í USA þar sem ég fékk svo frábæra þjónustu hjá henni Evu.
Hún tekur að sér að vera milliliður fyrir íslendinga sem vilja versla hjá bandarískum vefverslunum og aðstoðar við greiðslu og sendingu á pökkunum.
Ég fékk aðgang hjá henni að H&M, setti allar vörurnar í körfuna hjá henni og hún greiddi fyrir þær með amerísku korti eftir að ég lagði inn á hana. Hún var ótrúlega snögg að þessu og sendi mér svo númerið til að fylgjast með sendingunni, þá gátum við fylgst með hvar pakkinn var staðsettur hverju sinni og sáum hver kvittaði fyrir honum á hótelinu.
Hún bjargaði mér alveg og ég mun klárlega nýta mér hennar þjónustu aftur þegar kemur að næstu ferð.
Hún tekur einnig að sér að safna pökkum frá ýmsum vefverslunum og sameina í kassa og sendir svo til Íslands.
Facebook síða Verslaðu í USA
Svo voru litlu jólin þegar við komum á hótelið
Hérna eru nokkrar vörur úr honum :
Best er að hafa samband við hótelið eða þann stað sem þið gistið á áður en pantað er og spyrja hvort það megi panta vörur og láta senda til þeirra.
Stundum þarf að greiða svokallað handling fee fyrir pakkana en það er oft hóflegt gjald.