Blandið saman í skál nautahakki, eggi, kryddum og cheddar ostinum.
Mótið í bollur og steikið á pönnu uppúr ólífuolíu þar til þær verða fallega brúnar að utan.
Fjarlægið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.
Bakið við 180 gráður þar til þær eru fulleldaðar ( 20-40 mín en það fer alfarið eftir þykktinni)
Á meðan bollurnar bakast í ofninum er gott að setja eina dós af hökkuðum niðursoðnum tómötum á pönnuna. ( Ég vel ávallt þá lægstu í kolvetnum sem ég finn hverju sinni).
Kryddið með Basilíku, svörtum pipar og oregano.
Hvað varðar meðlæti þá nota ég mikið Konjac spagettíið frá BareNaked sem fæst í Bónus, Hagkaup og Nettó en það inniheldur aðeins um 1 gramm af kolvetnum í 100 grömmum. BareNaked vörurnar þarf aðeins að skola létt og hita í 3 mínútu.
Það er einnig gott að ydda kúrbít og nota sem meðlæti fyrir þá sem það vilja.
Það er virkilega gott að strá smávegis af parmesan eða cheddar osti yfir réttinn þegar allt er tilbúið.
Very ykkur að góðu!
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman í skál nautahakki, eggi, kryddum og cheddar ostinum.
Mótið í bollur og steikið á pönnu uppúr ólífuolíu þar til þær verða fallega brúnar að utan.
Fjarlægið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.
Bakið við 180 gráður þar til þær eru fulleldaðar ( 20-40 mín en það fer alfarið eftir þykktinni)
Á meðan bollurnar bakast í ofninum er gott að setja eina dós af hökkuðum niðursoðnum tómötum á pönnuna. ( Ég vel ávallt þá lægstu í kolvetnum sem ég finn hverju sinni).
Kryddið með Basilíku, svörtum pipar og oregano.
Hvað varðar meðlæti þá nota ég mikið Konjac spagettíið frá BareNaked sem fæst í Bónus, Hagkaup og Nettó en það inniheldur aðeins um 1 gramm af kolvetnum í 100 grömmum. BareNaked vörurnar þarf aðeins að skola létt og hita í 3 mínútu.
Það er einnig gott að ydda kúrbít og nota sem meðlæti fyrir þá sem það vilja.
Það er virkilega gott að strá smávegis af parmesan eða cheddar osti yfir réttinn þegar allt er tilbúið.
Very ykkur að góðu!