Bollubæklingurinn frá Hagkaup hefur heldur betur slegið í gegn enda nokkrir af færustu matarbloggurum landsins sem ljóstra upp uppskrifum af girnilegustu bollum allra tíma!
Ég er svo heppin að eiga þrjár þeirra og þessar bollur með sykurlausri súkkulaðimús eru algjörlega himneskar.
Þessi ketóbolla með súkkulaðimús og hnetusúkkulaði er himnesk í bollukaffinu.
Það er algjör óþarfi að hafa bollurnar fullar af sykri - þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér!
2 dl rjómi, 1 plata Milk chocolate frá Nicks, 3 msk Sykurlaust sýróp hitað saman í potti þar til súkkulaðið er bráðnað og blandan farin að þykkna.
Kælið sósuna alveg áður en hluta af henni er varlega blandað út í þeyttan rjóma.
Restina má nota yfir eða á milli sem sósu.
Nicks peanut and fudge stykkið smátt skorið og hægt að hafa inní eða ofaná bollunum
Bollurnar sjálfar er hægt að kaupa í ketókompaníiunu í Hagkaup eða baka sjálfur. - uppskrift Hér
Hráefni
Leiðbeiningar
2 dl rjómi, 1 plata Milk chocolate frá Nicks, 3 msk Sykurlaust sýróp hitað saman í potti þar til súkkulaðið er bráðnað og blandan farin að þykkna.
Kælið sósuna alveg áður en hluta af henni er varlega blandað út í þeyttan rjóma.
Restina má nota yfir eða á milli sem sósu.
Nicks peanut and fudge stykkið smátt skorið og hægt að hafa inní eða ofaná bollunum