Uppskriftin er unnin í samstarfi við MS
Það má segja að það ríki jógúrtskála æði um þessar mundir - þessi er lág í kolvetnum og fullkomin í góðan brunch!
Ef þið viljið hafa skálina matarmeiri þá byrjum við á botninum.
Setjið 2-3 msk af flaxseed mjöli í botninn ásamt 1 msk af bræddu smjöri.
Ef þið viljið hafa skálina léttari þá má byrja strax á jógúrt boostinu.
Blandið hreinu grísku jógúrtinu saman við klaka, hindber og sætu eftir þörfum. Bætið smá rjóma saman við til að þynna og auka fituna.
Mér finnst vanillu stevíu sæta passa einstaklega vel með en einnig er hægt að nota sætu að eigin vali og bæta örlitlu af vanilludropum útí.
Blandið vel saman í blandara þar til klakarnir eru fullkomlega blandaðir við jógúrtið og berin.
Setjið í fallegt glas eða skál og toppið með nokkrum berjum að eigin vali.
Ég skar niður hálft Raspberry cheesecake stykki frá GoodGood og setti ofaná.
Það minnir mig helst á góðan léttan bragðaref og passar vel með sem spari jógúrt skál eða í fallegan brunch.
Skálin er lang best ísköld beint úr blandaranum.
Ef þið viljið bjóða gestum uppá skálina er tilvalið að vera tilbúin með botninn í glösunum, búin að skera niður það sem fer á toppinn og blanda svo jógúrtið rétt áður en þið berið fram þetta góðgæti.
Þið getið fylgst með mínu ketólífi inná instagram
Hráefni
Leiðbeiningar
Ef þið viljið hafa skálina matarmeiri þá byrjum við á botninum.
Setjið 2-3 msk af flaxseed mjöli í botninn ásamt 1 msk af bræddu smjöri.
Ef þið viljið hafa skálina léttari þá má byrja strax á jógúrt boostinu.
Blandið hreinu grísku jógúrtinu saman við klaka, hindber og sætu eftir þörfum. Bætið smá rjóma saman við til að þynna og auka fituna.
Mér finnst vanillu stevíu sæta passa einstaklega vel með en einnig er hægt að nota sætu að eigin vali og bæta örlitlu af vanilludropum útí.
Blandið vel saman í blandara þar til klakarnir eru fullkomlega blandaðir við jógúrtið og berin.
Setjið í fallegt glas eða skál og toppið með nokkrum berjum að eigin vali.
Ég skar niður hálft Raspberry cheesecake stykki frá GoodGood og setti ofaná.
Það minnir mig helst á góðan léttan bragðaref og passar vel með sem spari jógúrt skál eða í fallegan brunch.
Skálin er lang best ísköld beint úr blandaranum.
Ef þið viljið bjóða gestum uppá skálina er tilvalið að vera tilbúin með botninn í glösunum, búin að skera niður það sem fer á toppinn og blanda svo jógúrtið rétt áður en þið berið fram þetta góðgæti.