Ég á mér uppáhalds ketó morgunmat sem hentar mér vel að græja kvöldið áður fyrir morgunflug
Uppskriftin er einföld og fljótleg
1 og 1/2 dl Grísk jógúrt frá MS
3 msk chia fræ
Rjómi
Stevíu dropar eftir smekk
Blanda grísku jógúrtinni saman við rjómann og Stevíu dropana til að þynna hana áður en chia fræjunum er bætt útí
Hræra öllu vel saman og velja topp eftir smekk.
Uppáhalds toppablöndurnar mínar sem henta vel á ketó matarræðinu eru þessar
Dökkt fiber síróp
1 msk kókosmjöl
2-3 jarðarber skorin niður
Möndlur
Dökkt ósætt kakó
Þið finnið mig og ketó uppskriftirnar mínar inná instagram með því að smella HÉR
Þar er einnig gjafaleikur væntanlegur fyrir ketó snillinga