Uppskriftin er unnin í samstarfi við Nicks.
Þessar sykurlausu bollakökur eru himneskar með kaffinu og saltkaramellusósan smellpassar í kremið og sem skraut yfir.
Saltkaramellusósa - Uppskrift HÉR
Nicks vörurnar eru allar sykurlausar og eru hannaðar sérstaklega með sykursýki í huga en við hin sem viljum einnig sneiða hjá sykri njótum að sjálfsögðu góðs af. Frábær kostur í bakstur og sem tilbúið gotterí á ferðinni!
Ekki missa af uppskriftum og fróðleik inná Instagram http://instagram.com/hannathora88
Skref 1
Blandið saman þurrefnum saman í skál og hrærið saman.
Bræðið saman smjör og súkkulaði á vægum hita. ásamt því að bæta vanillu dropum útí. Leyfið blöndunni að kólna aðeins.
Þeytið 5 egg saman og blandið súkkulaði/smjör blöndunni rólega saman við. Þurrefnunum er svo bætt útí í nokkrum skömmtum og hrært á milli.
Þegar allt er vel blandað set ég blönduna í sprautupoka ( Það má líka nota skeið)
Fyllið mótin þar til þau eru rúmlega hálf.
Bakið á 180 gráðum á blæstri í um 10-14 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp.
Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Þeytið smjör þar til það er orðið létt og ljóst.
Bætið saltkaramellusósunni útí ásamt nokkrum karamellu stevíu dropum.
Sjá link fyrir uppskrift af sósunni efst.
Sprautið á kökurnar sem ykkar uppáhalds stút.
Ég set smávegis af Saltkaramellusósu yfir kökurnar einnig en það gerir þær afar girnilegar.
Hráefni
Leiðbeiningar
Skref 1
Blandið saman þurrefnum saman í skál og hrærið saman.
Bræðið saman smjör og súkkulaði á vægum hita. ásamt því að bæta vanillu dropum útí. Leyfið blöndunni að kólna aðeins.
Þeytið 5 egg saman og blandið súkkulaði/smjör blöndunni rólega saman við. Þurrefnunum er svo bætt útí í nokkrum skömmtum og hrært á milli.
Þegar allt er vel blandað set ég blönduna í sprautupoka ( Það má líka nota skeið)
Fyllið mótin þar til þau eru rúmlega hálf.
Bakið á 180 gráðum á blæstri í um 10-14 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp.
Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Þeytið smjör þar til það er orðið létt og ljóst.
Bætið saltkaramellusósunni útí ásamt nokkrum karamellu stevíu dropum.
Sjá link fyrir uppskrift af sósunni efst.
Sprautið á kökurnar sem ykkar uppáhalds stút.
Ég set smávegis af Saltkaramellusósu yfir kökurnar einnig en það gerir þær afar girnilegar.