Þegar ég var lítil fékk ég skrartgripaskrín í jólagjöf frá mömmu minni og pabba.
Mér fannst reyndar liturinn á því aldrei neitt sérstakur og langaði mig að gera skrínið upp og gefa litlu stelpunni minni.
Svona leit það út áður.
Ég byrjaði á að pússa létt yfir alla fleti með fínum sandpappír og fjarlægði litlu höldurnar.
Bleikt og gyllt varð fyrir valinu og valdi ég Gammelbleikan frá Slippfélaginu.
Gyllta litinn keypti ég svo í Föndurlist sem er staðsett á Strandgötu í Hafnarfirði.
Nokkrum umferðum síðar var þetta útkoman
Stefnan er að skrifa svo inn í lokið: “Til Þórdísar Lilju frá mömmu”
Vona að litla skottan muni eiga þetta allt sitt líf fyrir litla dýrgripi og óskasteina.