Table of Contents
Fékk svo æðislega uppskrift hjá einni mömmunni í bumbuhópnum mínum af hollustu prótein bollum sem er svo auðvelt að baka. Þær eru rosalega hollar og saðsamar.
Bollurnar þurfa ekki að hefast og því tilvalið að skella í nánast hvenær sem er.
Uppskriftin er mjög einföld og mér finnst tilvalið að nota Nutribullet græjuna mína til þess að gera þetta á skotstundu. Annars er að sjálfsögðu hægt að nota töfrasprota td.
Uppskrift :
400. gr Haframjöl
1 stór dós kotasæla
4 egg
2 tsk vínsteinslyftiduft
salt/krydd eftir þörfum
Byrja á því að mala haframjölið í Nutribullet, skelli því svo í skál
Bæti salti í mjölið og set svo vínsteinslyftuduftið útí.
Set heila dós af kotasælu í nutribulletglasið og bæti eggjunum útí. Blanda því svo saman í Nutribullet tækinu.
Helli blöndunni útí mjölið og móta bollur.
Mér finnst æðislegt að bæta fetaosti í olíu á nokkrar bollur og baka þær með ostinum
Ein uppskrift er ca. 10 bollur
Bakað á blæstri við 200 gráður í 20 mínútur