Ég er mikill matgæðingur og finnst fátt betra en að borða góðan mat og deila því sem gott er. Færslan er ekki kostuð á neinn hátt
Í gærkvöldi fórum við hjónin á stað sem okkur hefur lengi langað að prófa að fara á saman sem er í miðbæ Garðabæjar og heitir Mathús Garðabæjar. Þessi staður er virkilega smart og greinilegt að mikið hefur verið lagt í útlit staðarins, hlýlegur en samt mjög töff.
(Mynd : Mathús Garðabæjar)
Við pöntuðum okkur bæði þriggja rétta seðilinn þeirra sem kostaði einungis 5990 kr en á honum var nauta carpaccio í forrétt, val um önd eða nautalund í aðalrétt og pavlova í eftirrétt með ís, berjum og fleira gúmmelaði.
Nauta carpaccio
200 gr nautalund með bearnaise, aspas, sveppum og kartöflum
Eftirrétturinn æðislegur og myndi henta öllum aldri
Maturinn var æðislegur í alla staði og þjónustan alveg til fyrirmyndar.
Það er einnig vel tekið á móti börnum á staðnum sem er yndislegt að sjá og gaman að geta farið aðeins fínna út að borða og tekið börnin með.
Ég sá fallegt barnahorn sem börnin á staðnum vildu hreinlega ekki yfirgefa.
Mathús Garðabæjar fær 5 stjörnur frá mér. Mæli með að kíkja þangað næst þegar ykkur langar út að borða á flottan stað
Hlakka til að koma aftur og langar sérstaklega að kíkja í brunch sem er um helgar hjá þeim
Heimasíðan hjá Mathúsi Garðabæjar – smellið hér!
Þar til næst..