Þessi kjúklingaborgari er í algjöru uppáhaldi heima hjá mér. Frábært að hita upp daginn eftir.
Setjið kjúklingalærin í marineringuna.
Það er tilvalið að gera þetta nokkrum klukkutímum áður en hálftími er lágmark.
Á meðan kjúkingurinn er að marinerast er tilvalið að græja hrásalatið.
Skerið hvítkál og rauðkál niður
Blandið dressinguna en það er tilvalið að nota vökvann úr jalapeno krukku ef þið eigið. Það gefur gott spicy bragð en annars dugar edik vel.
Veltið kjúklingalærunum uppúr raspnum og setjið á plötu með bökunarpappír.
Bakið við 220 gráður þar til hann er fulleldaður ( oftast um 30 mínútur í mínum ofni)
Raðið salati á disk, því næst hrásalatinu og kjúklinginn yfir.
Það er tilvalið að nota rúnstykkin frá Ketó Kompaníinu sem borgarabrauð fyrir þá sem vilja.
Mér finnst æðislegt að setja mæjónes og franks sósu yfir kjúklinginn.
Verði ykkur að góðu
Hanna Þóra
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kjúklingalærin í marineringuna.
Það er tilvalið að gera þetta nokkrum klukkutímum áður en hálftími er lágmark.
Á meðan kjúkingurinn er að marinerast er tilvalið að græja hrásalatið.
Skerið hvítkál og rauðkál niður
Blandið dressinguna en það er tilvalið að nota vökvann úr jalapeno krukku ef þið eigið. Það gefur gott spicy bragð en annars dugar edik vel.
Veltið kjúklingalærunum uppúr raspnum og setjið á plötu með bökunarpappír.
Bakið við 220 gráður þar til hann er fulleldaður ( oftast um 30 mínútur í mínum ofni)
Raðið salati á disk, því næst hrásalatinu og kjúklinginn yfir.
Það er tilvalið að nota rúnstykkin frá Ketó Kompaníinu sem borgarabrauð fyrir þá sem vilja.
Mér finnst æðislegt að setja mæjónes og franks sósu yfir kjúklinginn.
Verði ykkur að góðu
Hanna Þóra