Ketó – Uppskriftir – Hugmyndir – Skipulag er 150 bls bók sem gefur lesendanum innsýn inn í ketó matreiðslu með skemmtilegum fróðleik og góðum ráðum sem gott er að fara eftir til að ná tökum á ketó matarræði. Hún er loksins komin og fæst í Hagkaup og vefversluninni minni hérna inná Hannathora.is
Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Bókin kemur vonandi til með að hjálpa öðrum að gera daginn sinn girnilegan og auðvelda ákvörðunartöku þegar kemur að spurningunni sem allir kannast við “Hvað er í matinn”.
Matarbloggarinn Hanna Þóra
Ég hef alltaf elskað mat og uppgvötaði mína ástríðu fyrir uppskriftagerð fyrir nokkrum árum síðan. Uppskriftirnar mínar eiga það sameiginlegt að vera bæði sykur og hveitilausar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ég vil hafa uppskriftirnar einfaldar, fljótlegar og með innihaldsefnum sem flestir geta keypt inn í öllum helstu verslunum og notað svo í hverri viku.
Kolvetnaskert matargerð er oft einfaldari en fólk grunar, en gott verður það að vera.
Þegar ég missti vinnuna sem flugfreyja núna í sumar þá fór ég að hugsa hvað mig langaði að gera í framhaldinu á þessum tímamótum og hvaða draumar hafa setið á hakanum sökum anna.
Mig langaði að gera það sem ég er góð í og hef endalausa ástríðu fyrir.
Ketó bókin var mér efst í huga.
Afhverju þessi bók?
Ég hef alltaf verið matmegin í lífinu og er það svo sannarlega enn.
Ég fann mína hillu sem hentar mér fullkomlega og ég upplifi engan skort.
Ef ég get veitt einhverjum innblástur og boðið upp á sykurlausa og kolvetnaskerta möguleika fyrir þá sem vilja prófa þá er ég að gera mitt besta til þess að hjálpa.
Að gefa út bók hefur verið draumur minn lengi en ég hafði ekki tíma fyrr en á þessum tímamótum. Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.
Þessi bók er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja, vini eða starfsfólk fyrirtækja.