Ég var einstaklega heppin á dögunum þegar ég fór í jólapartý hjá Bestseller sem rekur m.a. Vero moda, Only, Vila, Name it og Jack and Jones. Gestirnir fengu að snúa lukkuhjóli og gátu unnið gjafabréf hjá þeim.
Ég snéri hjólinu og vann 10.000 kr gjafabréf og ákvað þar og nú að ég ætlaði að kaupa mér flott hátíðadress fyrir jólin. Ætti kannski að kaupa lottó líka þar sem heppnin var greinilega með mér.
Ég kíkti í Smáralindina á fimmtudagskvöldið og þvílíkt úrval af fallegum kjólum og toppum í fínni hátíðarlegum stíl.
Ég gersamlega kolféll fyrir einum, auðvitað sá fyrsti sem ég sá og gat ekki hætt að hugsa um meðan ég rölti um alla búð.
Pallíetturnar eru mjög fínlegar og það kom mér á óvart hvað þær voru mjúkar viðkomu sem er stór kostur.
Ég vildi fá kjól sem hægt væri að vera í inni án þess að vera í jakka eða peysu yfir og því hentar mér mjög vel að hann sé stutterma.
Svo er auðvitað stærsti kosturinn fyrir jólahátíðina að hann er víður yfir magann og því engin þörf á að hemja sig yfir jólamatnum, jólin eru jú einu sinni á ári
Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í Vero moda fyrir hátíðarnar