Dóttir mín varð 4 ára í október og höfðum við mæðgur ákveðið í sameiningu að þemað yrði Jasmine prinsessa í ár.
Ég var alltaf mikill Aladdin aðdáandi sjálf þegar ég var lítil og því var ég ekki minna spennt að skreyta fyrir veisluna.
Þeir sem hafa verið að fylgja mér á instagram síðustu ár hafa mögulega tekið eftir því að ég er oftast all in þegar kemur að afmælum og veislum. Langar að deila með ykkur myndum og hugmyndum úr afmælinu.
Ég hef alltaf eitt borð þar sem þemað fær alveg að njóta sín með bakgrunni og litlum hlutum sem saman verða að einni heild.
Ég nota einnota dúka úr party city til að útbúa bakgrunninn og festi við gardínu brautina í loftinu.
Kúlulengjur úr jólalínu ikea
Ég fékk svo fallega Jasmine diska og Servíettur í partý city og þessi fallegu pappaglös “once upon a time”.
Gyllt papparör og gamall álkassi í þemalitnum sem innihélt einusinni breskar smákökur.
Svo gaman að nýta gamla hluti á nýjan og skemmtilegan hátt.
Ég keypti allskonar nammi í þema litunum og raðaði í krukkurnar mínar
Drykkjarkrúsin mín úr pier stendur alltaf fyrir sínu
Þá var komið að afmæliskökunni
6 laga súkkulaði draumur með vanillukremi. Gylltar perlur og kóróna gáfu henni svona prinsessu útlit
Ég er að vinna í því að koma öllum afmælis hugmyndum í gegnum árin inn á instagrammið mitt. Þið finnið mig og fullt af uppskriftum og skemmtilegum hugmyndum þar
https://www.instagram.com/hannathora88/?hl=en
Hanna Þóra