Mig hefur lengi langað til þess að vera með ísbar í afmælisveislu og lét loksins verða að því þegar ég átti afmæli í gær.
Snilldin við það að vera með ísbar er að öll skreytingavinnan getur farið fram löngu áður en svo er þetta svo lítil fyrirhöfn í veislunni sjálfri og þetta sló alveg í gegn.
Ísskálarnar keypti ég í Rekstarvörum, 20 stk saman á rúmlega 300 kr. Þær eru passlegar fyrir 1 kúlu en ég held að málið sé einmitt það að vera alls ekki með of stórar skálar. Frekar fer fólk aðra ferð og prófar aðra samsetningu af ísnum ef það vill.
Ég var bara með eina tegund af ís og svo 3 tegundir af sósum með súkkulaði, karamellu og jarðarberjabragði þannig að hver og einn gat stjórnað bragðinu af ísnum sjálfur.
Nammibarinn fékk ég í Tiger og hann slær alltaf í gegn. Ég bauð upp á lakkrískurl, karamellukurl, smarties og oreo kurl til að setja á ísinn. Ég keypti venjulegar lakkrísreimar frá appolo og klippti þær niður með hreinum skærum, mun auðveldari aðferð en að skera þær.
Vöffluform eru flott viðbót og kom vel út til að skreyta ísbarinn enn frekar og ég hannaði og prentaði skilti fyrir ísbarinn sem setti punktinn yfir i-ið.
Svo geymi ég skiltin og nota þau aftur þegar ég verð með ísbar í veislu.
Fleiri veisluhugmyndir frá Hönnu er hægt að sjá með því að smella hér