Einhvern tíman er allt fyrst og ég fékk að fara til New York í fyrsta skipti um daginn, eitthvað sem hefur lengi verið á listanum yfir drauma áfangastaði til að heimsækja.
Þegar ég var á röltinu þá rakst ég á svo ótrúlega fallega búð sem hefur algjörlega farið framhjá mér áður en ég hreinlega sogaðist inn og heillaðist um leið.
Merkið heitir Rituals og hefur nokkrar vörulínur með mismunandi illmum fyrir líkama og sál..
Þetta fallega tré hafði ótrúlega mikið aðdráttarafl.
Starfsfólkið þarna inni var svo æðislegt og kom fram við mig eins og prinsessu. Þær buðu mér að smakka te meðan ég skoðaði búðina og tóku mig svo að vaskinum þar sem þær leyfðu mér að prófa vörurnar þeirra og fékk létt handanudd í leiðinni
Fyrst fékk ég að finna lyktin af öllum tegundunum til að sjá hvaða lína hentaði mér best.
Ég valdi Ritual of Sakura sem er japansk blóm
Hendurnar þvegnar upp úr sturtufroðu sem er ótrúlega mjúk
Hendurnar skrúbbaðar með grófum skrúbbi
því næst þvegnar með sturtu olíu sem nærir húðina
Létt handanudd með nærandi kremi.
Elska þessar uppstillingar í búðinni, hlutir sem ég pæli mikið í eftir að hafa unnið í snyrtivörubransanum í mörg ár
Falleg ilmkerti fyrir heimilið
Það vildi svo heppilega til að mini sápurnar og kremin á hótelinu mínu eru einmitt frá Rituals, gat því prófað fleiri ilmi í sturtunni
Hlakka til að fara aftur til New york í næstu viku og kíkja í búðina aftur, mun setja ferðina inná snappið mitt — Hannsythora
Þið getið skoðað vörurnar inná rituals.com