Hvolpasveit… hvolpasveit… Þú þarft bara að kalla!
**Færslan er unnin í samstarfi við Kökur og konfekt**
Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef horft á hvolpasveitina síðustu árin og var heitasta óskin hjá Tómasi mínum að fá Hvolpasveitarafmæli þegar hann yrði loksins 5 ára.
Þar sem ég vissi að þetta yrði þemað í ár var ég lengi búin að safna saman hinum ýmsu munum og skrauti sem myndi passa í þemað.
Aðal gotteríisborðið fékk að njóta sín með hvolpasveitarrútuna í aðalhlutverki á miðju borðinu. Það er tilvalið að nýta dótið þeirra sem til er og skapa svo í kringum það.
Fallegar glerskálar með loki eru í miklu uppáhaldi hjá mér og gaman að setja fallegt sælgæti í þær.
Einnig veita þær ákveðna hæð á borðið sem kemur vel út fyrir heildarlúkkið.
Púðann keypti ég í poundland í skotlandi á 300 kr! , tilvalinn á veisluborðið og svo í herbergið hans Tómasar eftir veisluna.
Miðarnir sem ég notaði til að setja á hinar ýmsu skálar eru merki sem ég klippti út af pakkningum af hvopasveitarvarningi, bæði dóti og fataverðmiðum.
Tilvalið að nýta þetta sem annars er bara hent í ruslið.
Ég bjó til pom-poms úr servíettum til að líma á veggina og prentaði út loppför til að setja með.
Það sem sló algerlega í gegn í veislunni voru þessir súkkulaðisleikjóar.
Ég fékk að gjöf frá Kökur og Konfekt
Ótrúlega fallegir, gómsætir og glæsilegir á veisluborðið og svo gáfum við krökkunum sleikjó í nesti þegar þeir fóru heim.
Það er hægt að prenta hvað sem er á þá og henta þeir því vel við allskonar tilefni, td brúðkaup sem litla þakkargjöf
Ein sæt Píla
Það er svo einfalt að skella myndinni á kökuna og smella smá kremi í kring.
Skemmtilegt að geta merkt kökuna afmælisbarninu.
Hvolpakók
Drykkjardúnkurinn minn stendur alltaf fyrir sínu. Sódavatn með klökum og sítrónusneiðum slær alltaf í gegn og er sykulaust
Það var kominn tími á að prófa eitthvað nýtt í ár og var mexíkóst fyrir valinu að þessu sinni.
Ég sá svo flottar mini tortilla tubs í fjarðarkaup um daginn og langaði að prófa.
Skellti þessu í ofnfast mót svo hægt væri að hita fyllinguna í ofni þegar fyrstu gestir byrjuðu að mæta.
Svo rétt áður en við sögðum gjörið svo vel skellti ég fyllingunni í mini tortillubátana og setti rifinn ost ofaná.
Ég bar þetta svo fram með ostasósu, taco sósu og sýrðum rjóma.
Nýja dorritos-ið lightly salted var æðislegt með.
Þetta hreinlega rauk út og kláraðist allt á núll einni!
Þegar afmælið var búið ákvað ég að gefa skrautið áfram ásamt restinni af súkkulaðisleikjóunum.
Gaman að geta glatt annað afmælisbarn með skreytingum og gotteríi
Vonandi getið þið nýtt þessar hugmyndir 
Snappið mitt : Hannsythora