Þessi heiti chia grautur er æðislega góður í morgunmat og hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna eða ketó matarræði
Sjálfri fannst mér stundum leiðinlegt að geta ekki fengið mér hafragraut á morgnanna með fjölskyldunni en þessi grautur er að mínu mati betri og ekki verra hvað hann passar vel inn í mitt matarræði
1/2 dl chia fræ
1 dl möndlumjöl
1/2 dl rjómi
1 tsk kanill
Vatn eftir smekk en ég set oftast um hálfan dl. Aðeins mismunandi eftir því hversu þykkan graut maður vill
Smá salt (nota steinefnaríkt Himalya sjálf)
Skella þessu öllu saman í pott og hita þar til fræin eru tilbúin og grauturinn orðinn þykkur og góður.
Æðislegt að toppa með möndlum, kanil og jafnvel fiber syrópi og kókosmjöli