Nú þegar jólin nálgast fannst mér tilvalið að skella í eitt Ferrero Rocher jólatré sem er svo fallegt á borði og gómsætt í munni.
Ferrero Rocher molarnir eru svo flottir og gyllti liturinn einstaklega hátíðlegur.
Þetta tré hentar vel sem gjöf fyrir sælkera, á fallegt eftirréttaborð eða sem jólaskraut.
Svona fór ég að :
Það sem þú þarft er:
Ferrero Rocher konfekt ( ég notaði einn og hálfan svona kassa í mitt tré)
Frauðkeila úr föndurbúð
Gjafapappír
Tannstöngla
Skæri
Límband
Fyrsta skref er að hylja keiluna með fallegum pappír, þannig lítur hún vel út þegar búið er að borða mola af trénu.
Keilan tilbúin fyrir konfektið
Stingið tannstöngli inn í molana, passa að fara ekki alla leið í gegn.
Gott er að stinga tannstöngli í keiluna fyrst til að gera gat og setja svo molann á þann stað.
Neðsta röðin tilbúin, og þá byrjar maður á næstu fyrir ofan þar til tréð er þakið gómsætum molum
Mitt tré fer í afmælispakkann fyrir ömmu