Nú er komið ár síðan ég byrjaði á ketó og mér hefur aldrei liðið betur á neinu mataræði. Ég hef mun meiri orku, liðverkir eru liðin tíð og ég að sjálfsögðu mun léttari á mér líkamlega.
Fyrir mér er þetta lífsstíll sem hentar mér mjög vel og mér finnst gaman að deila því sem ég hef verið að prófa og græja í eldhúsinu með ykkur inná instagram Hlakka til að sjá ykkur þar
Leitin að góðu múslí sem inniheldur ekki mikið af kolvetnum hefur verið frekar erfið en þá var auðvitað tilvalið að baka sitt eigið múslí sem passar inn í mataræðið
Þessi uppskrift er fljótleg og afar gómsæt.
Uppskrift :
150 grömm sneiddar möndlur
50 grömm graskersfræ
50 grömm sólblómafræ
1/2 dl möndlumjöl
1 dl chia fræ
Blöndum öllum fræum og mjöli vel saman í skál.
Blanda 1 dl af ketó vænu sýrópi út í 75 ml af vatni.
Ég nota fiber sýrópið frá sukrin eða maple sweet like sugar frá good good.
Hrærið þessu vel saman og hellið yfir þurrefnin
Dreifið blöndunni á bökunarpappír og bakið við 160 gráður á blæstri í 20-30 mín
Á 5 mínútna fresti hreyfi ég við blöndunni og sný múslíinu með spaða þannig það verði gyllt og fallegt á öllum hliðum og þorni vel.
Þegar það er komið gott crunchy hljóð í allt múslíið þá er það tilbúið.
Geymist í lokaðri krukku eða boxi.
Verði ykkur að góðu