Table of Contents
Nú þegar jólafríið í leikskólanum er búið að vera í tæpar tvær vikur hjá unga herramanninum á heimilinu þurfa foreldrarnir aðeins að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að skemmtidagskránni.
Langar að deila með ykkur tveimur hugmyndum ad leikjum sem slá alltaf í gegn þegar hugmyndabankinn er tómur og auðvelt er að framkvæma með dóti sem er til á heimilinu.
Flöskukeila
Raða nokkrum tómum gosflöskum á gólfið eins og keilum og kasta svo boltum í þær og reyna að ná fellu.
Svo er góð æfing fyrir börnin að raða upp á ný og ágætis hreyfing að skokka fram og til baka milli umferða.
Persónulega nota ég svona hræódýra bolta út ikea þar sem þeir eru svo mjúkir og léttir og því lítil hætta á að þeir skemmi eitthvað eða slasi einhvern í hita leiksins.
Púslmottu- Twister
Allir kannast við hefðbundinn twister þar sem twister dúkurinn er lagður á gólfið og fyrirmæli gefin um hvaða reit skuli snerta.
Okkar útgáfa er aðeins barnvænni þar sem við notum púslmottu sem er mun stamari og því ekki eins mikil hætta að renna á henni og ekki verra að börnin læra bæði litina og tölustafnina um leið og þau færa sig milli reita.
Við foreldrarnir gefum fyrirmæli um hvaða reit eigi að snerta, ýmist á að labba milli reita með ákveðnum tölustaf eða lit en einnig flækist leikurinn aðeins þegar þau eiga að sitja á ákveðum reit, setja útlimi á aðra reiti.
Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvað þau eru dugleg að skoða reitna og hreyfa sig á rétta staði.
Pjakkurinn okkar í púslmottuleiknum, orðinn þaulvanur : Tilmæli – (sitja á nr 5, með fætur á nr 7 og sitthvora hendina á 4 og 9. )