Kleinuhringjabarinn var gerður í samstarfi við Krispy Kreme.
Á dögunum hélt ég útskriftarveislu og langaði að láta gamlan draum um kleinuhringjabar rætast.
Eftir miklar pælingar um hvernig væri best að útfæra barinn og búa hann til mundi ég eftir því að ég ætti gamalt Lack borð úr Ikea sem var orðið aðeins rispað og því ekki í notkun lengur.
Ég átti gamla prufudós af gammel bleikum sem ég fékk í fyrra í slippfélaginu og ákvað að prófa hana á borðið. 2 umferðir og borðið var farið að taka á sig mynd.
Ég vildi poppa þetta aðeins meira upp og ákvað að mála hornin í gylltum lit.
Þá var komið að því að útfæra pinnanna sem áttu að halda kleinuhringjunum uppi.
Ég átti falleg papparör í bleikum litum og langaði að geta nýtt þau í verkefnið.
Maðurinn minn mældi út borið og setti málningarlímband á það til þess að vita nákvæmlega hvar bora ætti götin á borðið.
Á meðan tók ég rör og klippti eftir endilöngu og stakk því svo inn í annað rör til að fá meiri styrkingu.
Hjálparhellan mín að störfum að stinga rörunum í götin.
Svona leit standurinn út þegar rörin voru komin í.
Ég fann þessar dúllur í söstrene grene og eru þær fullkomin stærð fyrir kleinuhringina og liturinn æðislegur.
Svo kom að stóra deginum og ég fékk kleinuhringi frá Krispy kreme en original glazed eru án efa mínir uppáhalds kleinuhringir, svo einfaldir, fallegir og góðir.
Lokaútkoman sem sló gersamlega í gegn
Takk fyrir mig Krispy Kreme