Blómkál er svo góður pasta staðgengill þegar mig langar í eitthvað saðsamt og gott. Ostasósa og stökkt beikon toppa þennan fljótlega rétt.
Blómkál er svo góður pasta staðgengill þegar mig langar í eitthvað saðsamt og gott.
Ostasósa og stökkt beikon toppa þennan fljótlega rétt.
Byrjum á því að skera blómkálshaus niður. Ef þið viljið Mac N cheese stemningu þá skerið þið blómkálið smærra, en stærri blómkálshausar minna meira á hefbundna pasta stærð.
Hitið pönnu og steikið blómkálið upp úr smjöri með rifnum hvítlauk þar til blómkálið er farið að mýkjast.
Bætið 2 dl af rjóma útá pönnuna ásamt rifnum osti og kryddið með svörtum pipar og ítölsku kryddi. ( ég nota santa maria kvarnirnar)
Hrærið reglulega þar til osturinn er bráðnaður og ostasósan passlega þykk.
Setjið blómkálið á disk og toppið með rifnum parmesan osti og stökku beikoni.
https://www.instagram.com/hannathora88/
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjum á því að skera blómkálshaus niður. Ef þið viljið Mac N cheese stemningu þá skerið þið blómkálið smærra, en stærri blómkálshausar minna meira á hefbundna pasta stærð.
Hitið pönnu og steikið blómkálið upp úr smjöri með rifnum hvítlauk þar til blómkálið er farið að mýkjast.
Bætið 2 dl af rjóma útá pönnuna ásamt rifnum osti og kryddið með svörtum pipar og ítölsku kryddi. ( ég nota santa maria kvarnirnar)
Hrærið reglulega þar til osturinn er bráðnaður og ostasósan passlega þykk.
Setjið blómkálið á disk og toppið með rifnum parmesan osti og stökku beikoni.