Við héldum uppá 3 ára afmæli dóttur okkar um daginn og sú litla er alveg heilluð af Shimmer and Shine eða Blíðu og Blæ eins og þær heita á íslensku.
Shimmer and Shine þemalitirnir eru frekar sterkir litir í bleiku, bláu og túrkis ásamt gylltu og var því tilvalið að búa til servítettu pom poms fyrir vegginn á gotteríisborðinu.
Ég nota Ikea 3 laga servíetturnar til að búa þá til og ikea er alltaf að koma með nýja og fallega liti í þessari tegund.
Hérna er youtube linkur sem sýnir hvernir mínir pommar eru gerðir en ég geri hálfa þegar þeir eru hengdir uppá vegg! – https://www.youtube.com/watch?v=L-pLFNUwROU
Ferrero Rocher molar þar sem ég tók brúna pappírinn undan
Bleikir smáhringir
Kramellu rice crispies
Allir andar verða að eiga fallegan lampa – primark 5 pund
Gyllta dúka og fleira gyllt skrauk fékk ég að láni hjá Hrönn vinkonu og fagurkera enda hún nýbúin að halda glæsilega gyllta brúðkaupsveislu og var svo yndisleg að lána mér skreytingar sem hentuðu.
Mig hefur lengi langað að hafa flott krakkaborð þar sem setið er á fallegum púðum á gólfinu og í ár rættist sú hugmynd.
Borðið sjálft er bara skrifborðsplata úr ikea sem við notum þegar okkur vantar auka borð í veislum en undir borðinu í staðinn fyrir venjulegar fætur eru tveir SAMLA kassar 22 lítra úr ikea með þungum bókum til að halda þessu öllu á réttum stað.
Einfalt og sniðugt fyrir lágt borð og síður dúkurinn felur það sem er undir.
Bleiku púðana hef ég átt lengi en dekkri koddarnir eru sængurverasett úr ikea síðan ég var unglingur og ég setti kodda inní sem pössuðu við hina og braut svo bara uppá umframefnið svo það væri ekki fyrir.
Borðbúnaðurinn er úr Party city og diskarnir með gylltu röndinni eru í premium línunni þeirra og ég vaska þá alltaf upp og nota aftur og aftur.
Gylltu gafflarnir eru úr Jacks í New york og eru einnig mjög sterkir og því margnota.
Allt á krakkaborðinu var öruggt fyrir börnin og því tilvalið að nota plast glas úr Costco sem blómavasa og plast kökudisk úr dótaeldhúsinu á heimilinu sem skraut.
Ég fann einnig svo flotta plast hringi í New york um daginn sem ég notaði sem skraut á borðið og gestirnir fengu að skreyta sig og taka með heim eftir afmælið.
Mér fannst tilvalið að nota það dót í þemanu sem við áttum fyrir eins og þessar litlu fígúrur sem voru settar inní þennan Ikea glerkúpul
Einnig fékk Þórdís okkar þessa dansandi dúkku í afmlælisgjöf sem sló alveg í gegn. Hún er frá Fisher price fyrir áhugasama.
Drykkjarkönnurnar voru á sínum stað með töfrandi drykk sem var blanda af magic potion frá Davids tea sem er fjólublátt á litinn blandað út í sprite zero.
Þetta te heitir magic potion þar sem það breytir lit ef það er settur dropi af sítrónusafa útí það. Mjög bragðgott og sætt með stevíu.
Kakan var 6 hæða súkkulaði kaka með fjólubláu rósakremi og tvílitum mini sykurpúðum ofaná og Hrönn lánaði með fallega kökudiskinn úr brúðkaupinu sínu undir hana.
Einnig prentaði ég út fígúrurnar og límdi upp á vegginn með límbandi. Einfalt og þægilegt að gera en best að leita að high reslolution myndum uppá gæði