Á dögunum fengum við Fagurkerar að skreppa til Amsterdam í samstarfi við Wow air, Rammagerðina, Pennann Eymundsson og Loksins bar.
Ferðin var algert ævintýri frá upphafi til enda og sólarhringurinn nýttur til fulls.
Úrvalið var nánast endalaust og til vörur fyrir herra, dömur og börnin og verðið kom skemmtilega á óvart – gæði á góðu verði.
Því næst fórum við í Pennann Eymundson og skoðuðum úrvalið þar.
Þar var hægt að finna ótrúlegt úrval bóka, tímarita og alls kyns fallegar gjafavörur.
Tímarit koma sér ávallt vel, sérstaklega fyrir flugferðir og falleg gjafavara í jólapakkann.
Síðasti viðkomustaður fyrir flugið var Loksins Bar en hann þekkja nú margir Íslendingar.
Svo var komið að því að fara inn í vél og af stað.
Þessi töfrahnappur vakti mikla lukku um borð hjá Wow.
Sagan segir að ef maður ýtir á hann kemur brosmildur flugþjónn og athugar hvað hann geti gert fyrir okkur.
Þá vorum við mættar til Amsterdam og fórum strax í að klára verslunarleiðangurinn.
Þegar fór að rökkva kíktum við út á lífið með nokkrum Íslendingum í Amsterdam en við kíktum í rauða hverfið, á einn elsta pöbb amsterdam og enduðum kvöldið á karaoke bar sem var ótrúlega skemmtilegur.
Stærsta flugvél flotans kom og sótti okkur en hún hefur 4 sæti í miðjunni og tvö sitt hvoru megin að auki. Dugar ekki minna fyrir okkur Fagurkera.
Við þökkum innilega fyrir þessa ævintýraferð, við skemmtum okkur konunglega og nutum í botn.