Uppskriftin er unnin í samstarfi við MS
Fyrir nokkrum árum síðan áður en ég byrjaði á ketó mataræði var bolluuppskrift í miklu uppáhaldi hjá mér sem saman stóð af kotasælu , eggjum og haframjöli.
Nú eftir rúm 3 ár á ketó fannst mér tilvalið að breyta uppskriftinni og aðlaga að mínum ketóvæna lífstíl. – útkoman var alveg geggjuð og þessar brauðbollur eru svo sannarlega komnar til að vera. Ég setti uppskriftamyndband fyrir bollurnar inná instragram í highlights fyrir þá sem vilja sýnikennslu. HANNATHORA88
Njótið vel
Hanna Þóra
Þessar brauðbollur eru lágar í kolvetnum og trefjaríkar. Geymast vel í frysti og má einnig nota í staðinn fyrir hamborgarabrauð.
Setjið heila stóra dós af kotasælu í blandara ásamt 4 eggjum.
Blandið saman í blandara þar til silkimjúkt.
Setjið þurrefni í skál og hærið saman.
Bætið eggja og kotasælu blöndunni útí og hrærið vel saman.
Trefjarnar taka smám saman við sér og draga í sig vökvann.
Þegar deigið hefur þykknað eftir um það bil 3-5 mínútur mótið þá deigið í höndunum í bollur.
Gott er að bleyta hendurnar lítillega með vatni ef deigið er mjög klístrað.
Það er gott að toppa bollurnar eftir smekk en birkifræ, semsamfræ eða fetaostur er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Bakið við 190 gráður á blæstri í um 20 mínútur eða þar til bollurnar verða fallega gylltar.
Þessar geymast vel í frysti og því tilvalið að baka skammtinn og taka út eftir þörfum.
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið heila stóra dós af kotasælu í blandara ásamt 4 eggjum.
Blandið saman í blandara þar til silkimjúkt.
Setjið þurrefni í skál og hærið saman.
Bætið eggja og kotasælu blöndunni útí og hrærið vel saman.
Trefjarnar taka smám saman við sér og draga í sig vökvann.
Þegar deigið hefur þykknað eftir um það bil 3-5 mínútur mótið þá deigið í höndunum í bollur.
Gott er að bleyta hendurnar lítillega með vatni ef deigið er mjög klístrað.
Það er gott að toppa bollurnar eftir smekk en birkifræ, semsamfræ eða fetaostur er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Bakið við 190 gráður á blæstri í um 20 mínútur eða þar til bollurnar verða fallega gylltar.
Þessar geymast vel í frysti og því tilvalið að baka skammtinn og taka út eftir þörfum.
Fylgist með ketó fróðleik og uppskriftum inná Instagram