Uppskriftin er unnin í samstarfi við BareNaked á íslandi.
Ketó núðlur með risarækjum og "hunangs" ristuðum valhnetum - Jafn gott og uppáhalds rétturinn minn á Panda Express í USA!
Ketó núðlurnar frá BareNaked eru einstaklega lágar í kolvetnum með einunis 1 gramm af kolvetnum í 100 grömmum.
Uppáhalds rétturinn minn á Panda Express í Bandaríkjunum er Honey Walnut shrimp sem eru risarækjur með hunangsristuðum valhnetum. Mig langaði að búa til ketó væna úrgáfu sem auðvelt væri að græja heima.
Byrjum á því að rista valhneturnar á miðlungs hita.
Setjið 1 dl af vatni og 1/2 dl af ketó sýrópi með hunangsbragði ( Þið getið líka notað gold sýróp ef þið eigið það en það er örlítið annað bragð).
Hrærið vel allan tímann þar til hneturnar eru orðnar vel klístraðar.
Leggið til hliðar og útbúið núðluréttinn.
Skolið núðlurnar í sigti undir köldu vatni.
Setjið olíu á pönnu ásamt sesam olíunni. Setjið núðlurnar útá pönnuna og bætið spínati við.
Kreistið safa úr hálfu lime yfir núðlurnar og kryddið með salti, pipar og chilli eftir smekk.
Raðið rækjunum ofaná núðlurnar og toppið með ristuðu valhnetunum.
Smá soya sósa passar fullkomlega með þessum rétti!
Mitt ketó líf má sjá á Instagram
Hráefni
Leiðbeiningar
Ketó núðlurnar frá BareNaked eru einstaklega lágar í kolvetnum með einunis 1 gramm af kolvetnum í 100 grömmum.
Uppáhalds rétturinn minn á Panda Express í Bandaríkjunum er Honey Walnut shrimp sem eru risarækjur með hunangsristuðum valhnetum. Mig langaði að búa til ketó væna úrgáfu sem auðvelt væri að græja heima.
Byrjum á því að rista valhneturnar á miðlungs hita.
Setjið 1 dl af vatni og 1/2 dl af ketó sýrópi með hunangsbragði ( Þið getið líka notað gold sýróp ef þið eigið það en það er örlítið annað bragð).
Hrærið vel allan tímann þar til hneturnar eru orðnar vel klístraðar.
Leggið til hliðar og útbúið núðluréttinn.
Skolið núðlurnar í sigti undir köldu vatni.
Setjið olíu á pönnu ásamt sesam olíunni. Setjið núðlurnar útá pönnuna og bætið spínati við.
Kreistið safa úr hálfu lime yfir núðlurnar og kryddið með salti, pipar og chilli eftir smekk.
Raðið rækjunum ofaná núðlurnar og toppið með ristuðu valhnetunum.
Smá soya sósa passar fullkomlega með þessum rétti!