Mexíkó eðla með nautahakki sem slær alltaf í gegn. Frábært yfir sjónvarpinu eða í saumaklúbbnum.
Gott er að byrja á Ostasnakkinu.
Setjið rifinn mozzarella í litlar hrúgur á bökunarpappír.
Bakið við 180 gráður á blæstri þar til osturinn er orðinn stökkur og góður.
Athugið að snakkið verður stökkara þegar það kólnar.
Steikið nautahakk á pönnu eða skellið kjúklingabringu eða lærakjöti í ofninn.
Kryddið með ykkar uppáhalds mexíkó kryddum ( mín eru cumin, papirka, hvítlaukur)
Smyrjið rjómaosti í botninn á ofnföstu móti
Setjið taco sósu yfir rjómaostinn ( ég vel þá lægstu í kolvetnum sem ég finn hverju sinni)
Setjið hakkið eða kjúklinginn yfir
Toppið með rifnum cheddar og skellið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Það er gott að bera þetta fram með ostasnakkinu og 36 % sýrðum rjóma.
Hráefni
Leiðbeiningar
Gott er að byrja á Ostasnakkinu.
Setjið rifinn mozzarella í litlar hrúgur á bökunarpappír.
Bakið við 180 gráður á blæstri þar til osturinn er orðinn stökkur og góður.
Athugið að snakkið verður stökkara þegar það kólnar.
Steikið nautahakk á pönnu eða skellið kjúklingabringu eða lærakjöti í ofninn.
Kryddið með ykkar uppáhalds mexíkó kryddum ( mín eru cumin, papirka, hvítlaukur)
Smyrjið rjómaosti í botninn á ofnföstu móti
Setjið taco sósu yfir rjómaostinn ( ég vel þá lægstu í kolvetnum sem ég finn hverju sinni)
Setjið hakkið eða kjúklinginn yfir
Toppið með rifnum cheddar og skellið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Það er gott að bera þetta fram með ostasnakkinu og 36 % sýrðum rjóma.