Table of Contents
Fílakaramellu súkkulaðikaka… Hvað eru mörg K í því?
Allir eiga sína uppáhalds köku og þessi kaka er mín!
Það var góð samstarfskona mín sem gaf mér uppskrift af þessari bombu og síðan þá er þetta sú kaka sem ég geri þegar manni vantar svona eina góða köku í saumaklúbbinn, afmælið eða sem desert í matarboðið.
Hún er fljótleg í bakstri og því tilvalið að skella í hana þegar mann langar til og einnig geymist hún vel í frysti.
Uppskrift :
4 Egg
2 dl Sykur
1 dl Hveiti
200 grömm smjör
200 grömm suðusúkkulaði
Aðferð :
- Setjið smörið og súkkulaðið í pott á vægan hita og bræðið
- Þeytið eggin þar til þau eru orðin létt og ljós á litinn
- Bætið sykrinum útí og hrærið vel
- Sigtið hveitið útí blönduna og hrærið mjög lítið
- Setjið svo súkklaði/smjör blönduna rólega útí og hærið þar til allt hefur blandast saman.
- Sett í mót og inn í ofn á 190 gráður í 20 – 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp.
Galdurinn liggur svo í kreminu sem er svo ljúfengt
Fílakaramellukrem:
1 og hálfur poki af Fílakúlum frá Góu
( eða um 20 fílakaramellur ef þið eruð svo heppin að eiga úr fríhöfninni)
1 dl Kaffirjómi
Allt brætt saman í litlum potti á vægum hita.
Ég leyfi kreminu að kólna aðeins í pottinum áður en ég helli því yfir kökuna svo það leki síður útum allt.