Stafastuð – frá A til Ö er nýtt íslenskt stafaspil fyrir börn sem hjálpar þeim að læra stafina á skemmtilegan hátt.
Spilið er samvinnuverkefni þeirra Báru Bransdsdóttur og Eyrúnar Pétursdóttur.
Hugmyndin af spilinu vaknaði í fyrra þegar Bára tók eftir því að 4 ára dóttir hennar fór að sýna stöfunum mikinn áhuga og í kjölfarið útbjó hún stafaspil sem sló í gegn heima fyrir.
“Stafastuð er samvinnuverkefni mitt og Eyrúnar Pétursdóttur. Eyrún sér um að myndskreyta spilið með einstaklega fallegum vatnslitamyndum. Myndirnar eru sannkallað augnakonfekt og ættu að fá öll börn til að falla í stafi. Eyrún sér einnig um uppsetningu á spilinu.”
Stafastuð inniheldur:
32 stafaspil
32 myndaspil
2 stafrófsspil
Um spilið:
Hægt er að spila spilið á marga mismunandi vegu.
Spilið hentar bæði börnum sem eru að kynnast stöfunum og þeim sem eru lengra komin.
Spilið er fyrir 3 ára og eldri.
1-4 leikmenn.
Þær Bára og Eyrún ákáðu að nýta sér karolinafund til að fjármagna spilið og hafa þær nú þegar fengið góðar viðtökur.
Hægt er að kaupa spilið eða styrkja inni á þessari slóð – https://www.karolinafund.com/project/view/1562
Spilið er tilvalin gjöf í jólapakkann.
Stafastuð í samstarfi við Fagurkera ætla að vera með gjafaleik og gefa eintak af spilinu.
Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á að vinna er að skrá þig hér fyrir neðan og líka við Stafastuð á Facebook.