Seinustu helgi fengum við Fagurkerar boð frá Þjóðleikhúsinu á söngleikinn Djöflaeyjan sem byggður er á samnefndri bók og kvikmynd.
Það er alltaf svo flott og hátíðleg stemning í þessu glæsilega húsi sem Þjóleikhúsið er með alla sína sögu og karaktera.
Mynd : Þjóðleikhúsið
Sýnining var algerlega mögnuð og náði yfir allan tilfinningskalann þar sem hún er bæði drepfyndin með sinn svarta húmor og um leið sorgleg og vekur upp tilfinningar um það hvernig lífið á Íslandi var á þessum árum þegar braggarnir voru í Reykjavík.
Söngatriðin eru ótrúlega flott hjá þessu úrvalsliði leikara sem stíga þarna á stokk og vorum við allar sammála um að langa að hlusta á lögin aftur. Hér fyrir neðan er eitt lag úr sýninguni á youtube
Leikmyndin er ótrúlega skemmtilega uppsett og heill braggi er mættur á svið Þjóðleikhússins sem er vel nýttur til að skapa hinar ýmsu senur. Búningarnir og aukahlutirnir eru svo sannarlega í takt við þennan tíma sem var þegar sagan átti að gerast og ótrúlega fallegir barnavagnar í gamla stílnum komu virkilega vel út á sviðinu.