Table of Contents
Fyrir stuttu síðan var orðið tímabært fyrir litlu dömuna mína að fara að sofna sjálf í eigin rúmi og vildum við gera það með sem minnstum gráti og hægt var.
Maðurinn minn var að skoða playlista á spotify og fann þennan snilldar disk sem Hafdís Huld gaf út fyrir nokkrum árum og hann hefur hjálpað okkur mikið síðustu vikur.
Lögin eru ótrúlega róandi og textarnir svo ótrúlega fallegir.
Einn af mínum uppáhalds textum á plötunni:
Litlar stjörnur
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Hátt á himni seint um kvöld,
blikar fallegt ljósafjöld.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér
Sólin sést við sjónarrönd,
skín nú yfir fjarlæg lönd.
Bíður þín er dagur nýr,
birtist með sín ævintýr.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér.
Tunglið bjart á himni skín,
sendir geisla inn til þín.
Fallegt ljós í alla nótt,
svo þú megir sofa rótt.
Litlar stjörnur vaka hér,
allar saman yfir þér
Hérna fyrir neðan eru svo smá brot út lögunum hennar Hafdísar