Það eru ótal margir sem eiga erfitt með að losna undan sykurpúkanum svokallaða sem virðist mæta á svæðið á ákveðnum tímum dagsins. Ég tek saman hér nokkur ráð sem hafa virkað vel fyrir mig og mína
- Drekktu glas af ísköldu vatni þegar þú finnur fyrir mikilli sykuþörf, – oft er sykurþörfin tengd þorsta en einnig kaupir þú þér tíma til að hugsa málið aðeins lengra áður en ofaní nammipokann er farið.
2. Tyggjó er í miklu uppáhaldi og ég trúi því að amk að það sé mun betra að tyggja eitt slíkt í staðinn fyrir hálfan haribo hlauppoka – ég passa að eiga fullt af bragðtegundum en lakkrís er í mestu uppáhaldi
3. Engiferskot á morgnanna hjálpar meltingunni og persónulega finnst mér það hjálpa mér í matarræðinu í heild sinni,
Hérna er uppskriftin af mínu engiferskoti – Smelltu hér!
4. Að borða jafnt og þétt yfir daginn heldur orkunni uppi allan daginn og minni líkur á síðdegisþreytu sem kallar á sykur og annan orkugjafa. Gott er að hafa tilbúðið nesti fyrir daginn til að grípa í og baby gulræturnar úr Costco eru í miklu uppáhaldi sem millimál.
5. Hnetur eru í miklu uppáhaldi í þegar snakkpúkinn mætir á svæðið en hann og sykurpúkinn eru náskyldir félagar. Hollari fita og mjög saðsamar hnetur gera hvaða kósýkvöld sem er betra
Pistasíur, kasjúhnetur og möndlur eru mínar uppáhalds hnetur
Þangað til næst