Table of Contents
Ég hef fundið algjöran gullmola í Costco sem dettur reglulega í innkaupakörfuna sem er reyndar á stærð við húsbíl í þeirri ágætu búð
Rækjurnar sem ég kaupi og þær eru raw tail on en það er ótrúlega auðvelt að taka þennan litla hala af og hann er mjög lítinn og þar af leiðandi er ekki mikið sem fer til spillis.
Rækjurnar kosta 1990 fyrir heilan pakka – 21-25 stk í pakkanum
Hérna er uppskrift sem klikkar ekki og er ótrúlega einföld
Hálfur pakki er nóg fyrir tvo fullorðna í kvöldmat en væri nóg fyrir 4 ef um forrétt væri að ræða
Sósan er einföld en góð
2 dl thai Chilli sósa
1-2 msk sriracha sósa ( fer eftir því hversu sterkan rétt þið viljið)
2-4 hvítlauksgeirar
2 tsk saxaður chilli ( kaupi frosinn í bónus og nota eftir þörfum )
2 msk söxuð steinselja ( kaupi frosna í bónus og nota eftir þörfum )
Salt og pipar
Steikjum rækjurnar uppúr avocadó olíu sem fæst einnig í Costco og bætum sósunni útá, gott að leyfa sósunni að malla og vökvanum að gufa upp.
Lokaútkoman er virkilega góð og hægt að bera fram með salati, núðlum eða spagettí.
Mæli svo sannarlega með því að þið prófið
Þið finnið mig á snapchat – Hannsythora