Ég er mjög hrifin af mexikönskum mat og nýti ég oft tækifærið og geri quesadillas þegar ég á afgangs kjúkling.
Uppskriftin er mjög einföld og auðvelt að breyta henni ef maður vill bæta einhverju við eða laga til styrkleikann á kryddinu.
Það sem þarf í þessa uppskrift er eftirfarandi :
Rifinn kjúklingur
Tortilla kökur
Taco krydd
Chuncky salsa sósa
pinto/maís eða refried baunir (eftir því hvaða skapi maður er í)
Ostur
Sýrður rjómi
Byrja á því að blanda saman rifnu kjúklingakjöti saman við baunirnar og krydda blönduna með taco kryddi.
Því næst set ég heila krukku af chunky salsa útí og hræri vel.
Blöndunni er svo skipt jafnt í tortilla kökurnar og dreift úr á helming kökunnar.
Ostur settur yfir og kökunni lokað í hálfmána
Ég hita pönnuna vel og lækka svo undir þegar ég ætla að fara að steikja kökurnar.
Ég nota avokadó olíuna því hún er bæði bragðmild og hentar vel í svona steikingu.
Steiki tvær og tvær kökur í einu og set lokið á. Með því kemur meiri hiti og osturinn og fyllingin nær að hitna almennilega.
Sný kökunum svo við þegar þær eru orðnar fallega gylltar .
Gott að bera fram með salati, sýrðum rjóma og salsa sósu.
Buen apetito!
Þið finnið mig á snapchat : Hannsythora