VIð hjónin skelltum okkur til Barcelona um helgina og nutum lífsins í botn!
Þessi fallega og skemmtilega borg er án efa komin á minn lista yfir uppáhalds borgir
við gistum á hóteli í gotneska hverfinu sem heitir Grand Central og er þan efa flottasta hótel sem ég hef farið á. Þjónustan er algerlega uppá 5 stjörnur og manni leið eins og prinsessu allan tímann. Starfsfólkið var svo yndislegt og hjálpsamt og glæsibragur yfir öllu.
Það er æðisleg aðstaða uppi á þaki á hótelinu með upphitaðri sundlaug og bekkjum
13 stiga hiti og sól og þá fara íslendingar í sólbað!
Óvæntur glaðningur inná herberginu okkar.
Eggs benedikt alla morgna og hlaðborðið var æðislegt.
Við kíktum í ræktina á hótelinu sem var æðisleg líka, fínt að geta tekið lyftingaæfingu á milli matarsukksins.
Við römbuðum á æðislegan stað í miðri hliðargötu rétt hjá römblunni sem hét Matilda
Þar var setið úti og við fengum æðislegan mat og nutum þess að horfa á mannlífið í miðri Barcelona
Eitt kvöldið kíktum við á æðislegan bar og bistro stað sem heitir milk – http://www.milkbarcelona.com/
Æðislegir kokteilar á frábæru verði og skemmtilegt umhverfi.
Svo kíktum við á nokkur af frægustu byggingum Barcelona
Ekta Churros úti á götu í Barcelona
Þangað til næst :*