Í vikunni eldaði ég svo æðislegar kjötbollur með havartí osti og marinara sósu sem mig langar að deila með ykkur. Þessar bollur henta einnig þeim sem eru að sneiða hjá kolvetnum td LKL eða Ketó.
Uppskriftin er í raun einföld og allir geta græjað þessa máltíð.
1 kíló gott nautahakk
Havartí Kryddostur ( 8 sneiðar)
1 Egg
Salt
Pipar
Hvítur pipar
Hvítlauksduft eða hvítlauksgeirar saxaðir smátt
Þurrkuð basilíka
Oregano
Fersk frosin steinselja
Rifinn parmesan ostur
Byrjum á því að setja hakkið í stóra skál og krydda eftir smekk.
Þar á eftir er eitt egg sett útí og því blandað vel samanvið ( það gerir bollugerðina auðveldari og er einnig prófteinríkt)
Í lokin skar ég niður 8 sneiðar af Havartí og blandaði varlega út í kjötbollublönduna.
Svo tók við bollugerðin sem er tilvalið að fá krakka á heimilinu til að taka þátt í og skapa þannig skemmtilega samverustund í eldhúsinu.
Fallegar bollur tilbúnar á pönnuna.
Ég steiki bollurnar á pönnu uppúr ólífuolíu áður en þær fara svo í ofnfast mót og klára að eldast í ofninum. Þetta gefur þeim gullinbrúna eldum að utan en þær eru ennþá safaríkar að innan.
Þegar bollurnar eru komanar í mótið tek ég eina af marinara sósunum okkar ( sjá uppskrift af henni HÉR) og skelli á pönnuna ásamt einni dós af hökkuðum niðursoðnum tómötum og krydda aðeins með sömu kryddum og í við settum í bollurnar. Helli svo sóunni yfir bollurnar og þær fara inn í ofn á 200 gráður í 25 mínútur.
Þegar bollurnar eru tilbúnar er æðislegt að setja rifinn mozzarella ost yfir bollurnar ásamt parmesan osti og pipar eftir smekk.
Það er hægt að hafa allskyns meðlæti með þessum bollum, pasta, hvítlauksbrauð eða salat t.d.
Verði ykkur að góðu
Ps. þið finnið mig á Snapchat og instagram
Snapchat – Hannsythora
Instagram – Hannathora88